Íslensk stjórnvöl endurveki tiltrú og traust - Anna, Ísleifur og Þorbjörn

Heilbrigðisráðuneytið virðist þessa dagana vera í leit að sökudólgi sem bera á ábyrgð á óöryggi og þeim óskynsamlegu ákvörðunum, sem teknar hafa verið varðandi framkvæmd leghálsskimunar. Þetta segja læknarnir Anna Margrét Jónsdóttir, Ísleifur Ólafsson og Þorbjörn Jónsson í grein sem birt er á Vísi.is.

„Við beindum sjö spurningum til heilbrigðisráðherra um flutning á leghálssýnum til Danmerkur í grein í Morgunblaðinu þann 25. febrúar síðastliðinn. Svör við spurningum okkar birtust strax daginn eftir á heimasíðu ráðuneytisins. Það verður að segjast að svörin eru að sumu leyti loðin, ófullnægjandi og á köflum villandi,“ segja þau í greininni.

„Það er skoðun okkar að íslensk stjórnvöld eigi að láta framkvæma mælingar á leghálssýnum innanlands og reyna með þeim hætti að endurvekja tiltrú og traust almennings til þessarar mikilvægu heilbrigðisþjónustu.“

Greinin er frá stjórn Félags íslenskra rannsóknarlækna en þar er Anna Margrét Jónsdóttir formaður.