Í sjálfheldu fábreytileika og aukinna útgjalda

Krafan um stöðugt aukin ríkisútgjöld er sterk. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á síðustu árum vantar fjármuni í alla málaflokka, sé tekið mið af fréttum, ákalli hagsmunaaðila og kröfum stjórnmálamanna að því er virðist úr öllum flokkum. Það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, í vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, íalmannatryggingar, í menntakerfið, í samgöngur og löggæslu. Umhverfismál eru sögð fjársvelt, við setjum ekki næga peninga í þróunaraðstoð, sveitarfélögin telja sig hlunnfarin í samskiptum við ríkið. Ætlast er til að meiri fjármunir séu settir í nýsköpun og rannsóknir, nauðsynlegt er að hækka barnabæt-ur, lengja fæðingarorlof og hækkagreiðslur. Ríkið á að styðja enn bet-ur við bakið á menningarstarfsemiog auka endurgreiðslur (styrki) tilkvikmyndagerðar og bókaútgáfu. Og ekki má gleyma kröfunni um að ríkissjóður sendi einkareknum fjölmiðlum árlegan tékka svo þeir sigli ekki í strand.

Þunginn að baki kröfum um stóraukin ríkisútgjöld er mikill. Kröfurnar eru endalausar en of fáir velta því fyrir sér hver eða hverjir eigi að standa undir öllu. Enn færri hafa áhuga á því að skoða meðferð opinbers fjár – leita svara við því hvort við séum að bæta þjónustu og gæði með auknum útgjöldum. Engu er líkara en að hagkvæm ráðstöfun sameiginlegra fjármuna sé auka-atriði. Aukning útgjalda er sjálfstætt markmið. Dæmi um þetta er heilbrigðiskerfi.

Sjá grein eftir Óla Björn Kárason í Morgunblaðinu