Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda

Vonast er til að sérstakt skimunarráð muni skila tillögum sínum að framtíðarfyrirkomulagi stjórnunar og skipulags skimunar fyrir krabbameini á Íslandi í byrjun sumars. Hlutverk ráðsins er að koma með tillögur varðandi hvar í heilbrigðiskerfinu stjórnstöð skimunar eigi að vera til frambúðar og hvar sjálf skimunin fari fram.

Skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að haga fyrirkomulagi skimunar á Íslandi, það er, hvort hún skuli vera á forræði félagasamtaka eins og Krabbameinsfélags Íslands, eða á vegum opinberra aðila. Í minnisblaði sem þáverandi landlæknir sendi velferðarráðuneytinu í desember 2016 kom fram að mikilvægt væri að greina á milli skimunar fyrir krabbameini og frjálsrar félagastarfsemi.

 

Sjá frétt á visir.is