Hljómar eins og sturlun í mín eyru

„Í gær var birt reglu­gerð um sæ­bjúgu og ígul­ker en ekki um þjón­ustu við tvö þúsund sjúk­linga. Þetta hljóm­ar bara eins og sturlun í mín eyru, að ein­hver gleymi að birta jafn mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar og um rétt­indi sjúk­linga til greiðsluþátt­töku fyr­ir nauðsyn­lega þjón­ustu.“

Þetta seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, um reglu­gerð um end­ur­greiðslu kostnaðar vegna þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna sem starfa án samn­ings við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, end­ur­greiðslu­reglu­gerðina svo­kölluðu í dag­legu tali, sem lauk sín­um gild­is­tíma í gær og hef­ur ekki verið fram­lengd. „Samn­ing­ar Sjúkra­trygg­inga við sér­greina­lækna féllu úr gildi 31. des­em­ber 2018 og síðan hafa eng­ir samn­ing­ar gilt en [heil­brigðis]ráðherra hef­ur sett end­ur­greiðslu­reglu­gerð eins og hon­um ber að gera lög­um sam­kvæmt og hef­ur svo fram­lengt þessa reglu­gerð í nokkra mánuði í einu,“ held­ur Ragn­ar áfram.

Hér má lesa viðtalið við Ragnar Frey á mbl.is