Heilbrigðisútgjöld 8,5% af landsframleiðslu - Kjarninn rýnir í tölur Eurostat

Heil­brigðis­út­gjöld íslenska rík­is­ins námu um sjö pró­sentum af lands­fram­leiðslu árið 2018. Þetta er  sam­kvæmt nýjum tölum frá Eurostat sem Kjarninn greinir frá. Þar segir að þetta sé nær pró­sentu­stigi lægra en í Evr­ópu­sam­band­inu og meira en einu og hálfu pró­sentu­stigi lægra en í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð.

Íslend­ingar vörðu samkvæmt fréttinni 8,5 pró­sentum af lands­fram­leiðslu í einka- og rík­is­rekna heil­brigð­is­þjón­ustu. „Þetta var nokkuð lægra hlut­fall en í Evr­ópu­sam­band­inu, þar sem heild­ar­út­gjöldin námu að með­al­tali 9,9 pró­sentum af lands­fram­leiðslu.“

Útgjöld Sviss­lend­inga til heil­brigð­is­þjón­ustu voru mest af þjóð­unum 32 sem mældar voru en minnst í Lúx­em­borg, ef tekið er til­lit til lands­fram­leiðslu. 

Mynd/Skjáskot/Kjarninn

Sjá frétt Kjarnans hér.