Hefði kosið meira samráð um opnun landsins - Ragnar á Rás 2

„Það er engin handbók að heimsfaraldri,“ sagði Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrum yfirlæknir á COVID-19 göngudeildinni í Morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun.

„Ég verð að viðurkenna eftir að hafa hugleitt hvort það væri bráðræði eða ekki [að opna landið fyrir ferðamönnum] þá hef ég eftir á að hyggja samúð með ákvörðuninni,“ sagði hann.

„Óvissan. Það er svo mikið sem við vitum ekki um þennan faraldur. Eins og Þórólfur benti réttilega á: Við vitum ekki hvort er betra að taka þess ákvörðun mánuði síðar, þrem mánuðum síðar eða ári síðar,“ sagði hann.

„En hafandi sagt það hefði ég kannski óskað þess að það hefði verið haft smá samráð við framlínuna.“ 

Á Facebook-síðu sinni í kjölfar viðtalsins ritar Ragnar:  „Ég gleymdi að nefna það í viðtalinu að en er ósamið við nær allar stéttirnar í framlínunni - m.a. lækna og hjúkrunarfræðinga. Það væri hyggilegt að huga að þessum samningum áður en að næsta alda berst að landi.“

Mynd/Læknablaðið/gag

Hér má hlusta á viðtalið við Ragnar.