Hætt að nota hýdroxíklórókín - Magnús Gottfreðsson á Vísi

„Við höfum tekið það út úr okkar leiðbeiningum,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum,  um sýklalyfið hýdroxíklórókín í viðtali við Vísi Fréttamiðillinn segir frá því að Landspítalinn hafi fyrir nokkru hætt að gefa Covid-sjúklingum sýklalyfið.

„Það stendur ekki til að nota það nema eitthvað mikið breytist og við fáum upplýsingar um gagnsemi þess. Við bíðum eins og aðrir eftir niðurstöðum úr þessum stóru rannsóknum sem eru í gagni, þar á meðal þeirri sem WHO hefur staðið fyrir,“ segir Magnús.

Vísir segir frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hafi stöðvað tilraunir á lyfinu tímabundið. Niðurstöður bendi til að það auki líkur á andláti sjúklinga. Innan við 200 manns hafi fengið lyfið hér á landi undir eftirliti.

Samantekt á rannsókn notagildis  var birt á vef læknisfræðitimaritsins Lancet fyrir helgi. Þar hafi komið fram að dánarhlutfall sjúklinga sem fékk lyfið var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfið.

Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen gaf Landspítalanum 50.000 skammta af lyfinu vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Lyfið var notað í afmörkuðum tilfellum í tilraunaskyni hér á landi. 

Mynd/Skjáskot

Sjá fréttina á Vísi.