Greenfit ætti að vera undir eftirliti landlæknis

Hvað er heilbrigðisþjónusta og hvað ekki? Í viðtali við "Bítið" á Bylgjunni segir Steinunn Þórðardóttir formaður LÍ m.a. að starfsemi fyrirtækja á borð við Greenfit flokkist klárlega undir heilbrigðisþjónustu og ætti þar af leiðandi að heyra undir gæðaeftirlit landlæknis, þar sem þjónusta er tekin út faglega. Steinunn talar einnig um nýtt og vaxandi fag innan læknisfræðinnar,  "Personalized medicine" þar sem um er að ræða kortleggingar einstaklings m.a. genetískt svo hægt sé að gefa klæðskerasniðnari ráðleggingar en áður hefur verið gert.

Mjög áhugavert viðtal við Steinunni formann.

Hægt er að hlusta á viðtalið HÉR