Góð virkni þótt lakari - Magnús Gottfreðsson á RÚV

„Það er mikið fagnaðarefni að sjá þrjú bóluefni á stuttum tíma sem öll sýna ágæta vörn,“ sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómalækningum, í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Það valdi ákveðnum vonbrigðum að virkni bóluefnis AstraZeneca sé lakari við fyrstu sýn en virðist í hinum tveimur. 

„En engu að síður virðist virknin vera góð,“ benti Magnús á. Íslenska ríkið hefur tryggt sér aðgang að þessu bóluefni.

„Það er mikilvægt á tímum þar sem faraldur geysar að hafa aðgang að bóluefni sem virkar vel heldur en að hafa aðgang seint og síðar meir að bóluefni sem virkar fullkomlega.“

Magnús var einnig í Íslandi í bítið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Mynd/Skjáskot/RÚV