Forsætisráðherra leitar að bóluefni - Morgunblaðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra  hafnar að hún hafi tekið öflun og dreifingu bóluefnis inn á sitt borð, eins og segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Í forsíðufréttinni segir að hún hafi varið gærdeginum í fundahöld og símtöl í von um að tryggja Íslendingum nægt bóluefni í tíma. Morgunblaðið greinir frá því að forsætisráðuneytið hafi varist allra frétta, en heimildir þess hermi að Katrín hafi í gær meðal annars átt fjarfund með Angelu Hwang, framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Pfizer, í þessu skyni. „Fyrirhugaðir eru frekari fundir, m.a. með stjórnendum Moderna.“

Morgunblaðið segir að eftir því sem næst verður komist sé ekkert fast í hendi annað en þeir 2.950 skammtar á viku sem hingað eiga að berast næstu 13 vikur. Segir í fréttinni að aukinnar gagnrýni gæti í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðustu daga, „ekki síst vegna misvísandi upplýsinga um bólusetningu, en þau mál voru rædd á Alþingi á föstudag.“

Forsætisráðherra hafnar fréttinni á Bylgjunni nú í morgun. Vísir greinir frá því nú í morgunsárið. „Staðreyndin sé sú bóluefnamál hafi verið á borði ríkisstjórnar vikum og mánuðum saman, heilbrigðisráðherra hafi leitt þá vinnu en auðvitað sé það svo að ríkisstjórnin vinni sameiginlega að málum. Katrín segist hafa rætt við framkvæmdastjóra hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer til að glöggva sig betur á málunum og fá betri yfirsýn.“

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Áskrifendur geta nálgast Morgunblaðið hér.

Fréttin á mbl.is hér.

 Frétt Vísis hér.