Mjög fáar innlagnir vegna COVID-19 - Runólfur á RÚV

Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu LSH, sagði í kvöldfréttum RÚV að ekki hafi verið eins mikið um alvarleg veikindi nú og í fyrstu bylgjunni í vetur. 

„Til marks um það þá hafa verið mjög fáar innlagnir á sjúkrahúsið. Það er ekki nema einn sem liggur inni á spítalanum sem stendur. Við höfum getað sinnt öðrum á göngudeildinni og að langmestu leiti í gegnum símaþjónustu af því að einkennin hafa í flestum tilfellum verið væg,“ sagði Runólfur.

Öll lönd verða skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst. Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur, Grænland og Þýskaland hafa hingað til verið undanskilin. Landlæknisembættið ræður fólki frá að ferðast til áhættusvæða.

Á vef Landlæknisembættisins er vísað til fréttar á vef stjórnarráðsins þar sem segir að skima eigi farþega tvisvar við komuna til Íslands. Sjá hér.

Mynd/Skjáskot/RÚV

 Sjá frétt RÚV hér.