Heilbrigðisráðherra skerpir á reglum - Kórónuveiran í fjölmiðlum

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að gera breytingar á auglýsingu þeirri sem tók gildi 31. júlí. Breytingarnar eiga að skýra betur hve margir viðskiptavinir verði inni í matvöruverslunum hverju sinni. Einnig að nota skuli andlitsgrímu í almenningssamgöngum vari ferð lengur en 30 mínútur. Sjá frétt á RÚV

Upplýsingafundur verður kl. 14 í dag. Gest­ur fund­ar­ins verður Anna Birna Jens­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns. Sjá mbl.is.

RÚV greinir einnig frá því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetji ungt fólk til að láta af partístandi sínu yfir sumarið. Þótt yngra fólk verði ekki mjög veikt af kórónuveirunni stuðli það að útbreiðslu hennar.

Í fréttinni segir að yfirvöld í mörgum Evrópulöndum hafi vaxandi áhyggjur af því að ungt fólk sé í meira mæli að smitast af COVID-19. Sjá frétt hér.

Mynd/Læknablaðið