Yfir 350 leita til Heilsugæslunnar vegna eftirkasta COVID-19 - Óskar á Vísi

Yfir 350 hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19. „Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða,“ segir í frétt á Vísi.

„Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, við Stöð 2 og Vísi.

Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvö hundruð manns eru í eða bíða meðferðar.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Sjá frétt Vísis hér.