Ekki þarf að greiða upp rekstarhalla Landspítala

Landspítalinn þarf ekki að vinna á uppsöfnuðum rekstrarhalla á árunum 2021-2023. Heilbrigðisráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa gert um það samkomulag og það fyrrnefnda sent frá sér tilkynningu.

„Skilyrði fyrir þessu er að spítalinn leggi fram áætlanir sem tryggi að rekstrinum verði hagað í samræmi við fjárveitingar hvers árs. Gert er ráð fyrir fjárheimildum í fjármálaáætlun 2022–2026 til uppgjörs á halla Landspítala gangi eftir forsendur um hallalausan rekstur árin 2020–2023,“ segir í tilkynningunni.

„Meginmarkmið samkomulagsins er annars vegar að rekstur spítalans verði innan fjárveitinga. Hins vegar að hann starfi samræmi við heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Þar með að auka aðgengi að þjónustu á réttum stað og réttum tíma, stytta biðtíma sjúklinga, efla mönnun í heilbrigðisþjónustu og stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna sem tryggir jafnt öryggi sem gæði í þjónustunni.“ 

Stefnt sé að því að ljúka aðgerðaáætlun þessa efnis fyrir lok þessarar viku.

Mynd/Læknablaðið