Eini læknirinn í tæpa fjóra áratugi og alltaf á bakvakt

Sífellt erfiðara er að fá lækna til að setjast að í fámennari byggðarlögum landsins, en dæmi eru um að sum þeirra hafi verið án læknis með fasta viðveru í fjölda ára. Læknir í Vík í Mýrdal segir manneklu innan heilbrigðiskerfisins lítið hafa breyst síðustu áratugi. 

"Ég er búinn að vera einn í héraði síðan 1985 og er starfandi allan veturinn og alltaf á bakvakt" segir Sigurgeir Már Jensson, læknir í Vík í Mýrdal, en Mýrdalshreppur og fyrrum Austur-Eyjafjallahreppur falla undir hans umdæmi. Þór segist Sigurgeir sinna miklu stærra svæði. 

"Ég þjónusta líka í Kirkjubæjarklaustri þegar ekki er læknir þar, en það eru meira en tíu ár síðan þar var síðast búsettur fastur læknir," segir Sigurgeir. Það helgist af því að það hafi alltaf verið erfitt að manna það svæði. 

Sjá viðtal við Sigurgeir Má í Fréttablaðinu