Breska veiran ekki meira smitandi en „bláa veiran“ - Kári á RÚV

„Við erum á því að það sé ekkert í þessari bresku týpu sem sé meira smitandi umfram það sem við sáum í þessari „bláu veiru“ í sumar. Það er ekkert dramatískt í þessari veiru og ef þetta afbrigði er eitthvað smitnæmara þá er það mjög lítið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um breska afbrigðið svokallaða við RÚV. Fyrirtækið fylgist með öllum röðum sem séu settar inn í gagnagrunna.

RÚV hefur fjallað ítarlega um breska afbrigðið og er hægt að sjá fréttinar hér.

Mynd/Skjáskot/RÚV