Rætt um breska afbrigðið á Íslandi - Magnús á Bylgjunni

„Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar.“

Þetta kom fram í máli Magnúsar Gottfreðssonar, yfirlæknis á Landspítala og prófessors í smitsjúkdómum, í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Lesa má úrdrátt úr viðtalinu og hlusta á það hér.

Sagt var frá því í gær að einn hafi greinst innanlands með svokallað breskt afbrigði af kórónuveirunni. Hann hafi reynst nátengdur smiti sem greindist á landamærunum. Sjá hér.

 Mynd/Skjáskot/Vísir