Bóluefni Pfizer komið til landsins - Viðbrögð í fjölmiðlum

„Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítið á Bylgjunni nú í morgun. Fyrsta sendingu af bóluefni Pfizer er komin til landsins.

Þórólfur lagði mat á stöðuna og sagði að hún myndi skýrast nú á virku dögunum milli jóla og nýárs. „Þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“

RÚV greinir frá því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagðist vera með „fiðrildi í maganum“ þegar hún tók við fyrstu skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech í höfuðstöðvum Distica í morgun.

Ragnar Freyr Ingvarsson, yfiræknir göngudeildar Covid-19, segir í frétt á Vísi að hann hafi ekki heyrt um nokkurn heilbrigðisstarfsmann sem ætli ekki að láta bólusetja sig. Mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga.

„Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar.

Mynd/Skjáskot/Vísir