Birt hafa verið til umsagnar drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra sem fela í sér ýmsar breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Meðal annars er lögð til skýrari skylda Sjúkratrygginga Íslands til að byggja ákvarðanatöku á gagnreyndri meðferð og faglegu hagrænu mati. Þá er lagt til að biðtími einstaklings eftir sjúkratryggingu við flutning til landsins verður styttur úr sex mánuðum í þrjá. Enn fremur að greiðsluþátttaka vegna veikinda eða slysa utan EES-svæðisins verði bundin við afmarkaða hópa, svo sem námsmenn, í stað þess að gilda almennt. Er þetta til samræmis við þær reglur sem almennt gilda á Norðurlöndunum.
Ýmsar breytingar verða gerðar á heimildum til gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu, m.a. vegna fjarheilbrigðisþjónustu. Þá er lagt er til að óheimilt verði að krefja sjúkling um aukagjald vegna heilbrigðisþjónustu þegar samningar eru ekki fyrir hendi, ef þjónustan er veitt með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga á grundvelli gjaldskrár stofnunarinnar. Samkvæmt frumvarpinu verða ófrjósemisaðgerðir felldar undir almennar reglur um greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu.
Nánari grein er gerð fyrir breytingunum í samráðsgátt stjórnvalda þar sem drög að frumvarpinu eru jafnframt birt til umsagnar. Eins og þar kemur jafnframt fram er í frumvarpinu lagt til að stjórn Sjúkratrygginga Íslands verði lögð niður.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13