Björn Hjálmarsson minnist sonar síns - Björn á MBL

„Elsku Hjálmar minn, ég veit að þér líður vel í eilífðarland­inu. Á þínum björtustu stundum sendir þú mér vafurloga í hjarta. Hann stapp­ar í mig stálinu og hvetur mig til góðra verka. Ég þakka þér fyrir þau sextán stórkostlegu ár sem við áttum saman. Fyrir þau verð ég ævinlega þakklátur.“ Þannig hefst viðtal Guðrúnar Hálfdánardóttur við Björn Hjálmarsson lækni á hinst kveðju hans til son­ar síns en í dag eru 35 ár síðan Hjálm­ar Björns­son fædd­ist.

Björn Hjálmarsson læknir sagði frá reynslu sinni af því að missa son sinn á Læknadögum. Erindið var þann 19. Janúar í Kaldalóni og kallaðist það Sköpunargleði og listfengi í sorgarúrvinnslu eftir barnsmissi og enn geta þeir sem skráðir voru á Læknadaga horft á fyrirlesturinn.

Guðrún skrifar: Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), hefur gengið í gegn­um dimma dali í sorg sinni og sorg­in komið fram sem reiði og aðrar erfiðar til­finn­ing­ar, ekki bara fyrir Björn held­ur alla þá sem standa hon­um nærri.

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Sjáðu viðtalið og orð Björns hér.