Alvarleg áföll í barnæsku geta stytt lífslíkur fólks - Margrét Ólafía á RÚV

Margrét Ólafía Tómasdóttir, doktor í heimilislækningum, segir í fréttum RÚV alvarleg áföll í barnæsku geta haft langvarandi áhrif á hin ýmsu líffærakerfi og stytt lífslíkur fólks um allt að tíu til fimmtán ár. Margrét talaði um langvarandi afleiðingar streitu á Læknadögum. Þeir sem tóku þátt í ráðstefnunni geta fundið upptöku af fyrirlestra hennar frá 18. janúar í Kaldalóni á vef Læknadaga 2021.

Í fréttum RÚV sagði hún: „Í rauninni hefur langvarandi streita áhrif á nánast öll kerfi líkamans og þá erum við sérstaklega að tala um þá sem verða fyrir miklum áföllum í barnæsku á meðan kerfið er ennþá að mótast, til dæmis vanrækslu eða ofbeldi, þar sér maður mjög miklar breytingar á þroska heilans og þroska þess hvernig við gefum frá okkur boðefnin úr heilanum.“

Mynd/Skjáskot/RÚV

Sjá má frétt RÚV hér.