Aldrei verri aðstæður á bráðadeildinni - Vilhjálmur Ari á mbl.is

Vil­hjálm­ur Ari Ara­son, heimilislæknir og læknir á bráðadeild Landspítala, lýsir yfir áhyggj­um sínum í frétt á mbl.is af smit­hættu á biðstof­um Land­spít­al­ans. Nefnir hann sér­stak­lega á biðstofu bráðamót­töku sem er nú aðeins ein, í stað tveggja fyr­ir far­ald­ur. 

Hann bendir á að veik­ir, slasaðir, börn, full­orðnir og er­lend­ir ferðamenn bíði í litlu rými. Biðtíminn get­i verið lang­ur. 

„Við erum í aðþrengdu hús­næði vegna þessa og við höf­um ekki séð neitt til bóta fram und­an. Að mörgu leyti er miklu erfiðari aðstaða til að sinna slösuðum og veik­um í dag held­ur en var fyr­ir COVID,“ seg­ir Vil­hjálm­ur við mbl.is.

„Rætt var um að það ætti að nýta tím­ann til þess að styrkja heil­brigðis­kerfið til þess að tak­ast á við vand­ann sem fylg­ir COVID,“ segir Vilhjálmur við mbl.is. „Það eina sem ég sé að hafi verið gert er til­koma COVID-19 göngu­deild­ar. Aðstæður þar sem ég vinn á bráðamót­töku hafa aldrei verið verri gagn­vart veiku og slösuðu fólki,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Lesa má frétt mbl.is hér.