Ákvarðanir alltaf í endurskoðun - Alma Möller í Kastljósi

Norðmenn hafa séð að 2,6% fleiri leggjast á sjúkrahús vegna breska afbrigðisins. Það snertir alla aldurshópa, sagði Alma Möller í Kastljósi í gærkvöldi.

Alma sagði að alltaf þyrfti að endurskoða ákvarðanir og vill bíða og sjá hvort leikskólakennarar eigi að vera í forgangshópi.

Hún var spurð um suður-afríska afbrigðið og það brasilíska, en nú er einn á Landspítala með það síðarnefnda. „Bæði þessi afbrigði eru farin að breiðast út um lönd,“ sagði hún. Ótti sé við að fólk smitist aftur af því.

Alma var einnig spurð um bóluefni. „Þetta eru allt vel virk bóluefni,“ sagði hún. Munur væri á þeim en sá munur skipti ekki höfuðmáli. Tölurnar tali sínu máli.

Mynd/Skjáskot/RÚV

Sjáðu viðtalið við Ölmu í Kastljósi hér.