Ákall vegna neyðarástands í heilbrigðiskerfinu

Lækna­fé­lag Íslands send­ir ákall á rík­is­stjórn­ina vegna ríkj­andi neyðarástands í heil­brigðis­kerfi lands­ins. Fé­lagið krefst þess að ráðist verði í aðgerðir á margum­rædd­um vanda taf­ar­laust enda sé nú­ver­andi ástand bæði óboðlegt og hættu­legt. Þá lýs­ir LÍ sig reiðubúið til sam­starfs við stjórn­völd um aðgerðir til lausn­ar á vand­an­um.

„Aðgerðarleysi stjórn­valda, þrátt fyr­ir ít­rekaðar aðvar­an­ir, stefn­ir heilsu þjóðar­inn­ar í hættu,“ seg­ir í ákalli LÍ sem var samþykkt á aðal­fundi fé­lags­ins á föstu­dag­inn.

Sjá frétt á mbl.is