Áhugi á heimilislækningum

Ásókn í sér­nám í heim­il­is­lækn­ing­um hef­ur auk­ist í kjöl­far aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 lækn­ar í nám­inu sem fram fer í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri.

El­ín­borg Bárðardótt­ir, kennslu­stjóri í sér­námi í heim­il­is­lækn­ing­um, seg­ir fjölg­un­ina gleðiefni en hún fagn­ar því einnig að nem­end­um hafi fjölgað á lands­byggðinni og seg­ir að það sé til­hneig­ing hjá lækn­um sem fara í starfs­nám á lands­byggðinni að ílend­ast þar.

El­ín­borg seg­ir það þjóðhags­lega hag­kvæmt að nýta þjón­ustu og þekk­ingu sem heilsu­gæsl­an býr yfir. Þeim lönd­um þar sem ekki sé boðið upp á heim­il­is­lækn­ing­ar farn­ist verr, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Á Íslandi voru árið 2015 1.732 íbú­ar á hvern heim­il­is­lækni en fæst­ir íbú­ar voru á hvern heim­il­is­lækni í Nor­egi eða 795. Þetta kem­ur fram í svari heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar. Í svar­inu kem­ur fram að fa­stráðnum heim­il­is­lækn­um á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fækkað um sex frá ár­inu 2010 en fjölgað um 4,8 á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja

Sjá frétt á mbl.is