Stefna Landspítalans - á hverra ábyrgð?

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur að gefnu tilefni sent erindi til sóttvarnalæknis, Vinnueftirlits ríkisins, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Persónuverndar og Embættis landlæknis og vakið athygli þessara stofnana á stöðu mála á Landspítala m.a. m.t.t. öryggis sjúklinga, öryggis starfsmanna, persónuverndar, sóttvarna og eldvarna. Álag á Landspítalann er komið yfir þolmörk eins og heyra má af lýsingum starfsfólks og starfsemistölur staðfesta. Þær sýna stigvaxandi fjölda bráðveikra sjúklinga sem þurfa innlögn á sjúkrahús. Einn mælikvarði á álagið er fjöldi dvalardaga sjúklinga á bráðadeild í hverjum útskriftarmánuði. Áhyggjur af þessum hópi sjúklinga, sem ekki komast strax á viðeigkomast strax á viðeigandi meðferðardeildir en þarf þess í stað að dvelja áfram við óviðunandi og ótryggar aðstæður á bráðamóttökunni, hafa kallað á sterk viðbrögð í samfélaginu.

Sjá grein Reynis Arngrímssonar í Morgunblaðinu