Sérfræðilæknir vinnur mál gegn ríkinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Íslenska ríkinu er gert að greiða Ölmu 1,8 milljónir króna í málskostnað. Íslenska ríkið hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum.
 

Fram kemur í dóminum að Alma er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum og að hún hafi lokið sérfræði­námi vorið 2014. Hún hafi að loknu námi starfað í þrjú ár í Svíþjóð og flutt svo til Íslands. Hún sótti um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna 14.júlí 2017. Henni var synjað með ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands 8.september sama ár. Í dóminum kemur að sú ákvörðun hafi verið reist á fyrirmælum velferðarráðuneytisins fyrir hönd heilbrigðisráðherra 26. apríls sama ár. 

Sjá frétt á ruv.is