Samtök lækna reiðubúin til samtals við heilbrigðisyfirvöld

„Samtök lækna eru reiðubúin til samtals við heilbrigðisyfirvöld um stefnumörkun og skipulag heilbrigðisþjónustunnar með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í niðurlagi greinar sem birtist í dag á Vísi.

Reynir segir í greininni að nú virðist ætlunin að gera starfsemi lækna í sjálfstæðum rekstri enn einu sinni að pólitísku bitbeini í aðdraganda kosninga til Alþingis. „Umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kveiks fimmtudaginn 11. mars sl. var þessu marki brennd,“ segir hann en fréttaskýringaþátturinn á RÚV fallaði um samningsleysi ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna.

Reynir bendir á í greininni að 500.000 heimsóknir séu til sjálfstætt starfandi lækna á ári og að aðeins 6% af útgjöldum til heilbrigðisþjónustunnar renni til starfseminnar. Hún sé hagkvæm.

„Óljóst er hvar hægt væri að veita þessa þjónustu annars staðar þar sem innviðina skortir. Í því sambandi er mikilvægt að fram komi að á næstu árum þarf nýliðun á meðal sérfræðilækna að vera 20-25 á ári ef halda á uppi sama þjónustustigi og verið hefur þar sem um 40% sjálfstætt starfandi sérfræðilækna fara á eftirlaun á næstu 5-6 árum. Það er áhyggjuefni sem stjórnvöld verða að takast á við.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.