Oflækningar geta valdið skaða

Læknafélagið ætlar að skoða oflækningar og kanna viðhorf lækna til fullyrðinga um að oflækningar séu stundaðar hér á landi. Þetta segir Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins í Læknablaðinu. Átakið leiði til faglegra endurbóta á þjónustunni en strandi hins vegar á fjármagni. Hann segir nauðsynlegt að spyrja hvort sannanlega sé þörf á meðferð eða rannsókn í hverju tilviki. Stefán Hjörleifsson læknir segir að fólk geti orðið fyrir skaða við oflækningar.
 

Reynir segist telja að það séu vísbendingar um oflækningar hér á landi. Það sjáist til dæmis í því að átak hjá heilsugæslunni hafi skilað sér í því að ávísanir á sýklalyf hafi dregist mjög saman. Þá megi benda á of frjálslega notkun sterkra ópíóíða-verkjalyfja. Reynsla lækna sýni að endurskoða þurfi hvernig lyfin séu notuð hérlendis.

Sjá frétt á ruv.is  og  grein Reynis í Læknablaðinu