Ný stjórn Fræðslustofnunar lækna

Fræðslustofnun lækna er stofnun í eigu Læknafélags Íslands (LÍ), stofnuð 1997. Um stofnuna gildir reglugerð sem aðalfundur LÍ hefur samþykkt. Hlutverk Fræðslustofnunar lækna er að sjá um rekstur fræðslustarfsemi og að styrkja símenntun og fræðslustarf lækna. Yfir Fræðslustofnun lækna skal vera sérstök stjórn, sem stjórn LÍ skipar.

Á reglugerðinni um Fræðslustofnun lækna voru gerðar breytingar á aðalfundi LÍ sem haldinn var 29. og 30. október 2021. Stjórnarmönnum var þá fjölgað úr fimm í níu. Framvegis skulu því níu læknar sitja í stjórn Fræðslustofnunar lækna.

Nýbúið var að skipa nýja stjórn Fræðslustofnunar til næstu þriggja ára þegar reglugerðinni var breytt á aðalfundi LÍ 2021. Vegna fjölgunarinnar í stjórninni og úrsagna stjórnarmanna, sem skipaðir voru til þriggja ára í september 2021, hefur stjórn LÍ ákveðið að skipa nú Fræðslustofnun lækna nýja stjórn til þriggja ára.

Í stjórn Fræðslustofnunar lækna til næstu þriggja ára, frá og með 10. júní að telja eru skipuð:

Hrafnhildur L. Runólfsdóttir læknir
Jórunn Atladóttir læknir
Kjartan Hrafn Loftsson læknir
Kristín Sigurðardóttir læknir
Nanna Sigríður Kristinsdóttir læknir
Ragnheiður Halldórsdóttir læknir
Sigurður Guðmundsson læknir
Tekla Hrund Karlsdóttir læknir
Tómas Þór Ágústsson læknir
Una Emilsdóttir læknir

Kjartan Hrafn og Tekla Hrund deila einu stjórnarsæti samkvæmt sérstakri ákvörðun.

Jafnframt hefur stjórn LÍ ákveðið að skipa Kristínu Sigurðardóttur formann stjórnar Fræðslustofnunar lækna til 31. janúar 2023.