LÍ sendir fyrsta framlag í söfnunarsjóð fyrir Úkraínu

Læknafélag Íslands (LÍ) setti fyrir viku síðan af stað söfnun meðal félagsmanna í þágu Úkraínu og nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu þar. LÍ brást með þeirri söfnun við áskorun alþjóðasamtaka lækna eins og WMA og CPME til aðildarfélaga sinna um heim allan að styðja Úkraínu í þeim hörmungum sem þar eru í gangi vegna innrásar Rússlands í landið. Þessi alþjóðasamtök stofnuðu sérstakan sjóð í þessu sambandi og mun söfnunarfé frá Íslandi greitt til þess sjóðs.

Félagsmenn LÍ brugðust fljótt og vel við ákalli um fjárframlög til Úkraínu þannig að á tæpri viku söfnuðust réttar 7 millj. króna. LÍ lagði af mörkum 1 millj. króna til söfnunarinnar. Þannig hafa safnast til verkefnisins tæpar 8 millj. kr.

LÍ hefur í dag millifært 53.000 evrur á reikning WMA fyrir þessa söfnun. Söfnunarfénu er af hálfu hinna alþjóðlegu samtaka lækna varið til að útvega læknisgögn og önnur hjálpargögn til Úkraínu og tryggja að þau komist þangað. Þau alþjóðlegu samtök lækna sem standa að söfnuninni sinna framkvæmd hjálparstarfsins án þess að taka nokkuð fyrir þá vinnu. Allt söfnunarfé rennur því beint til verkefnisins.

Söfnun LÍ heldur áfram þannig að þeir læknar, sem hyggjast leggja söfnuninni lið, en hafa enn ekki gert það geta greitt framlög sín inn á reikning 0301-26-082235, kt. 450269-2639

Þau viðbótarframlög sem berast munu i söfnunina verða greidd síðar í mars.

Stjórn LÍ þakkar af heilum hug læknum sem og félögum og fyrirtækjum lækna sem þegar hafa lagt þessari söfnun lið fyrir framlög þeirra til þessa mikilvæga verkefnis.