Leita að reynslumiklum lækni fyrir Vestfirðinga

„Umsóknarfresturinn er til 15. maí,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, en stofnunin auglýsir eftir lækni og fer ótroðnar slóðir. Þetta er ekki hefðbundin net- eða blaðaauglýsing heldur myndband sem tíundar kosti þess að búa fyrir vestan. „Við auglýsum í eina stöðu nú en skoðum allar umsóknir.“

Gylfi segir stofnunina leggja áherslu á að vera með lækna á öllum stigum reynslubankans, allt frá námsmönnum og þeirra með ríka starfsreynslu. „Nú leitum við að reyndum lækni,“ segir hann.

Stofnunin auglýsti einnig nýstárlega þegar breski tannlæknirinn Christian Lee var ráðinn til starfa. Hann hóf störf í janúar. „Fram til þessa er mun afslappaðra að vinna hér,“ sagði hann í innslagi RÚV um muninn á milli þess að starfa í Bretlandi og á Íslandi. „Ég fæ góðan tíma með sjúklingunum hérna, sem er mjög notalegt og mikilvægt.“

Sjá tannlæknafrétt RÚV hér.

Sjá má myndbandið hér fyrir neðan, af Facebook-síðu stofnunarinnar.