Launahækkun lækna frá 1. apríl 2022 vegna hagvaxtarauka

Forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komst að því að hagvaxtarauki samkvæmt lífkjarasamningnum eigi að koma til framkvæmda frá og með 1. apríl. Ákvörðunin grundvallast á þeirri niðurstöðu Hagstofu Íslands að hagvöxtur á hvern íbúa milli áranna 2020 og 2021 sé 2,53%. Kauptaxtar á almennum vinnumarkaði hækka því um 10.500 kr. og launaauki á föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu verður 7.875 kr. frá 1. apríl.

Samninganefnd ríkisins hefur ákveðið að eðlilegt sé að laun ríkisstarfsmanna taki sambærilegum breytingum. Við útfærsluna hefur ríkið horft til sömu aðferðafræði og við ákvörðun krónutöluhækkunar samkvæmt kjarasamningum fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélög ríkisstarfsmanna.

Því hefur verið birt ný launatafla lækna sem gildir frá 1. apríl sl. Laun lækna hækka kringum 8.000 kr. Staðarvakta- og gæsluvaktalaun hækka einnig. Hlutfallslega hækka launin meira hjá þeim sem eru í lægri launaflokkunum.

Nýja launatöflu má finna hér

Sjá einnig nánari upplýsingar hér