Læknar og lyfjaframleiðendur semja um siðareglur

Formaður Lækna­fé­lags Íslands og fram­kvæmda­stjóri Frum­taka, sam­taka lyfja­fram­leiðenda á Íslandi, skrifuðu und­ir (nýjan) samn­ing um sam­skipti lækna og fyr­ir­tækja sem fram­leiða og flytja inn lyf við setn­ingu Læknadaga 2020 í Hörpu í gær.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu byggja siðaregl­urn­ar á ný­upp­færðum regl­um Evr­ópu­sam­taka frum­lyfja­fram­leiðenda. Þar seg­ir jafn­framt að sam­skipti lækna og lyfja­fyr­ir­tækja séu mik­il­væg­ur þátt­ur í betri lyfjameðferð við sjúk­dóm­um og fræðslu lækna um meðferð lyfja.

„Um leið og sam­skipti heil­brigðis­starfs­fólks og lyfja­fyr­ir­tækja eru mjög mik­il­væg eru þau um leið vandmeðfar­in. Þess vegna er mik­il­vægt að til grund­vall­ar sam­skipt­un­um liggi skýr­ar siðaregl­ur. Í þess­um efn­um hafa lyfja­fram­leiðend­ur verið í for­ystu og gengið hvað lengst í setn­ingu slíkra reglna, og í raun til fyr­ir­mynd­ar fyr­ir aðrar at­vinnu­grein­ar,“ seg­ir Jakob Falur Garðars­son, fram­kvæmda­stjóri Frum­taka.

Sjá frétt á mbl.is