Læknablaðið er komið út

Læknablaðið er komið út. Blaðið ber með sér þann þunga sem nú er í umræðu um heilbrigðismál hér á landi. Margt fréttnæmt:
 
  • Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Landspítalann ekki virka. Hugarfarsbreytingu þurfi innan spítalans. 
  • Í yfirlitsgrein segir líklegt að á Íslandi geti skipulögð skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi komið í veg fyrir að minnsta kosti 6 dauðsföll af þeim 28 á ári sem verða úr sjúkdómnum meðal fólks á á aldrinum 50-74 ára. Agnes Smáradóttir tjáir sig um þetta í ritstjórnargrein. „Hefjum lýðgrundaða skimun á ristilkrabbameinum strax!“
  • Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir heilbrigðiskerfið nærri hafa hrunið í ágúst. 800 íslenskir læknar starfi erlendis.
  • Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs og öldrunarlæknir, segir að ekki hafi fengist skýr svör við því hvort gert sé ráð fyrir öldrunardeildum á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut.
  • Þá segja læknarnir Runólfur Pálsson, Theódór Skúli Sigurðsson, Elías Sæbjörn Eyþórsson og Martin Ingi Sigurðsson brýnt að tafarlaust verði ráðist í að efla Landspítala svo hann geti rækt hlutverk sitt sem bráðasjúkrahús með sóma.
  • Svo fer Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, yfir árangur bólusetninga.

Margt fleira er í blaðinu: viðtöl, fræðigreinar, bréf til blaðsins og pistlar.

Lestu blaðið á netinu hér.