Íslensk COVID-19 rannsókn í British Medical Journal

Grein eftir 20 lækna á Landspítala, með Elías Eyþórsson í forystu, birtist í læknablaðinu British Medical Journal þann 2. desember síðastliðinn.

Eins og greint er frá á vef Landspítala byggði rannsókn Elíasar og félaga á gögnum sem var safnað á Covid-göngudeild Landspítala. „Allir sem greindust með COVID-19 (jákvætt PCR-próf fyrir SARS-CoV-2) voru skráðir í símaþjónustu deildarinnar sem fól í sér tíð símtöl hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem lagt var mat á líðan fólks og ráðgjöf veitt.“

Niðurstaðan var að algengustu einkenni Covid-19 voru slappleiki (75%), höfuðverkur (73%) og hósti (73%). Einungis 48% fengu hita og 58% voru með bragðskynstruflun og 57% lyktarskynstruflun. 

Læknablaðið greindi frá rannsókninni eftir erindi Elíasar á árlegri uppskeruhátíð vísindastarfs hjá Landspítala þann 7. október, Vísindi að hausti. Sjá má fréttina hérLesa má vísindagreinina hér. Frétt Landspítala um greinina hér.

Mynd/Læknablaðið/Landspítali