Ísland (næst)best í heimi?

Læknafélag Reykjavíkur boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 20 í húsakynnum læknafélaganna, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Á fundinum verður fjallað um nýbirta grein í breska læknisfræðitímaritinu Lancet þar sem kynntar eru nýjar rannsóknir sem benda til þess að íslenska heilbrigðiskerfið sé með því besta sem gerist. 

Framsögumaður á fundinum verður Thor Aspelund prófessor og formaður Faralds-og líftölfræðifélagsins. Hann mun fara yfir niðurstöður Lancet greinarinnar. Að framsöguerindi loknu verða almennar umræður.