Geðheilbrigði og samfélag - opið málþing í Hörpu 17. janúar

Miðvikudagskvöldið 17. janúar kl. 20:00-22:00 verður málþing á Læknadögum í Hörpu um geðheilbrigði og samfélag.

Málþingið verður haldið í Silfurbergi  B og er opið öllum - aðgangur er ókeypis. 

Dagskrá: 

Geðheilbrigði og samfélag – málþing fyrir almenning
Fundarstjóri: Engilbert Sigurðsson geðlæknir, prófessor í geðlæknisfræði.
- Nútíminn og geðheilsan: Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir, formaður Geðlæknafélags Íslands
- Umhverfið og geðheilsan: Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi, formaður Geðverndarfélags Íslands
- Skólinn og geðheilsan: Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
- Fjölmiðlar og geðheilsan: Ferdinand Jónsson yfirlæknir samfélagsgeðlækningateymis í London 
- Geðheilbrigði til framtíðar: Páll Matthíasson, geðlæknir, forstjóri Landspítala 

Fyrirspurnir úr sal til fyrirlesara. Umræða um geðheilbrigði og samfélag