Fyrsti fundur stjórnar FSL

 

Fyrsti fundur stjórnar í nýstofnuðu Félagi sjúkrahúslækna (FSL) var haldinn 7. febrúar sl. Á dagskrá var umræða um áhersluatriði hins nýja félags en auk þess hefðbundin undirbúningsstörf eins og öflun kennitölu og netfangs, stofnun bankareiknings, heimasíðu og fésbókarsíðu og hönnun lógós fyrir hið nýja félag. Stjórnin mun ráðast í þessi verkefni nú á næstunni. 

Þá var rætt að hvetja lækna til að ganga í félagið og þar með gerast virkir félagsmenn í þessu nýstofnaða hagsmunafélagi lækna sem starfa á sjúkrahúsum og ýmsum opinberum stofnunum s.s. landlækni, Sjúkratryggingum, TR, Greiningarstöð. 

Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á lögum LÍ á síðasta aðalfundi þurfa félagsmenn LÍ fyrir 15. ágúst nk. að ákveða hvaða aðildarfélagi þeir ætla að fela að fara með atkvæði sitt á aðalfundi Læknafélags Íslands. Eins og fram hefur komið er hægt að fela einu eða tveimur aðildarfélögum að fara með atkvæðið. 

Þeir læknar sem þegar hafa tekið ákvörðun að fela FSL að fara með atkvæði sitt á aðalfundi Læknafélags Íslands eru hvattir til að senda sem allra fyst tölvupóst þar að lútandi á netfangið lis@lis.is. Texti tilkynningarinnar getur verið svohljóðandi:

      Ég undirrituð/aður tilkynni hér með stjórn Læknafélags Íslands með vísan til 6. gr. laga LÍ, sbr. 2. tölul. bráðabirgðaákvæðis að ég óska eftir           
      því að flytja aðalfundaratkvæði mitt frá því svæða/aðildarfélagi sem ég tilheyri til Félags sjúkrahúslækna frá aðalfundi Læknafélags Íslands 2018   
      og þar til ég sendi sendi tilkynningu um annað.


Stjórn FSL mun jafnóðum skýra læknum frá framvindu starfa sinna á þessum vettvangi og boða síðan til fyrsta félagsfundar þegar nær dregur sumri. 

Í stjórn FSL voru kjörin á stofnfundi: María I. Gunnbjörnsdóttir formaður, Hjörtur Fr. Hjartarson varaformaður, Ólafur H. Samúelsson gjaldkeri, Sunna Snædal ritari og Ragnheiður Baldursdóttir meðstjórnandi. 

 

Hér eru lög FSL eins og þau voru samþykkt á stofnfundi.