Theódór Skúli nýr formaður FSL

Aðalfundur Félags sjúkrahúslækna (FSL) 2021 var haldinn í Kópavogi 27. maí sl.

FSL er eitt fjögurra aðildarfélaga Læknafélags Íslands, stofnað 2018. Félagsmenn eru kringum 440 og eru þeir læknar sem eru í Læknafélagi Íslands og starfa á sjúkrahúsum.

Á aðalfundinum var kjörinn nýr formaður og nýr gjaldkeri FSL þar sem hvorki María I. Gunnbjörnsdóttir, sem verið hefur formaður frá stofnun þess né Ólafur H. Samúelsson sem verið hefur gjaldkeri frá upphafi, gáfu kost á sér til endurkjörs.

Formaður FSL var kjörinn Theódór Skúli Sigurðsson og Valgerður Rúnarsdóttir var kjörin gjaldkeri, bæði til tveggja ára. Þar sem Theódór Skúli var kjörin ritari í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 2020 þurfti að kjósa nýjan ritara í hans stað og var Margrét Dís Óskarsdóttir kosin til þess embættis til eins árs.

Í stjórn FSL starfsárið 2021-2022 eiga sæti:

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður
Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður
Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri
Margrét Dís Óskarsdóttir ritari
Ragnheiður Baldursdóttir meðstjórnandi.

Á aðalfundinum voru samþykktar tvær ályktanir, sem sendar eru til fjölmiðla, annars vegar ályktun um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar ályktun um mönnun, álag og öruggi á heilbrigðisstofnunum.

Frá vi.: Guðrún Dóra Bjarnadóttir annar fulltrúi FSL í stjórn LÍ, Theódór Skúli Sigurðsson , Ragnheiður Baldursdóttir, Hjörtur Fr. Hjartarson, Margrét Dís Óskarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir.

Fráfarandi stjórn FSL: 

Frá vi.: Guðrún Dóra Bjarnadóttir annar fulltrúi FSL í stjórn LÍ, Theódór Skúli Sigurðsson, Ólafur Helgi Samúelsson, María I. Gunnbjörnsdóttir, Ragnheiður Baldursdóttir og Hjörtur Fr. Hjartarson