Dagur 4 að baki - veislunni lýkur á morgun

Það var margt spennandi í gangi á fjórða og næstsíðasta degi Læknadaga. Það voru málstofur um meðferð við lok lífs, menntavísindi lækna á Íslandi, háþrýsting hér á landi, fullorðinsvatnshöfuð, framtíðarsýn læknisfræðinnar, vinnubúðir um einfalda hjartaómskoðun og líkamin man "The Body Keeps the Score ", hvernig líkaminn geymir álag og áföll og hvaða möguleikar eru til að vinna úr því, til að bæta líðan og heilsu.

Í hádegisfyrirlestrum var fjallað um samband læknis og skjólstæðings, um hlutverki í óheilbrigðum fjölskyldumynstrum og farið yfir meðferð og nýjungar í klínískum leiðbeiningum varðandi langvarandi hjartabilun.

Á morgun er lokadagur Læknadaga 2022. Fyrir hádegi eru málþing um meðferð ADHD á Íslandi 2022 og spurt hvort við séum á réttri leið. Fjallað verður um framtíð heilbrigðisþjónustu og bráðavandamál. Í hádegisfyrirlestrum verður fjallað um ævintýrameðferð, vísindi eða fásinna og af hverju sé svona erfitt að viðhalda þyngdartapi hjá einstaklingum sem lifa með offitu. Í hádeginu verða einnig lifandi kappræður þar sem umræðuefnið verður hvort umbótastarf sé óþarfa byrði á sérnámslækna.

Eftir hádegi verður fjallað um réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna í síbreytilegu lagaumhverfi og forvarnir og heilsuvernd barna.
Lokadeginum á Læknadögum 2022 lýkur með glímunni alþekktu, fjöri og glensi ásamt kokdillum.

Sjáumst á morgun á lokadegi Læknadaga – veislunni er að ljúka!