Áramótakveðja frá Félagi íslenskra lungnalækna

Áramótakveðja frá Félagi íslenskra lungnalækna.

Félag íslenskra lungnalækna hvetur landsmenn til að sýna einstaklingum með lungnasjúkdóma tillitssemi um áramót. Mengun frá flugeldum getur valdið öndunarfæraeinkennum hjá einstaklingum sem eru viðkvæmir í öndunarfærum s.s. hósta, mæði og andþyngslum og skerðir lífsgæði þeirra og möguleika til að taka þátt í áramótagleði.

Hvað getur fólk gert?

1.Dregið úr magni flugelda sem skotið er upp og valið aðra möguleika s.s. rótarskot í stað flugelda

2. Forðast að skjóta upp flugeldum í íbúðahverfum.

3. Notað opin afmörkuð svæði til að skjóta upp flugeldum.

4. Forðast stórar tertur og önnur skotfæri sem valda mikilli mengun við jörð.

 

Hvað getur fólk með lungnasjúkdóma gert?

1. Haft glugga og hurðir lokaðar svo mengun berist ekki inn.

2. Sett rök handklæði við opnanlega glugga og hurðir. Hækka hitastig inni. Þetta dregur úr líkum á að mengun berist inn

3. Leitað ráða á heilsugæslu um lyfjanotkun og haft innöndunarlyf við hendina

 

Hvað geta sveitarfélög gert?

1. Hvatt einstaklinga til að skjóta ekki upp flugeldum í íbúðahverfum

2. Boðið upp á afmörkuð svæði til að skjóta upp flugeldum