Alma D. Möller og Þórólfur Guðnason sæmd fálkaorðu

Þríeykið, Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, voru í dag þjóðhátíðardaginn 17. júní veitt heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Þríeykið fékk riddarakross fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við COVID-19 farasóttina. Heiðursmerkið var veitt við hátíðleg athöfn á Bessastöðum fyrr í dag.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fagnaði þeim á Facebook-síðu sinni: „Magnað fólk og vel að orðunni komið. Til hamingju Alma, Þórólfur og Víðir!“ Læknafélagið óskar þeim einnig til hamingju.

 
 

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Sjá nánar á síðu forseta Íslands.

Lesa frétt Mbl.is af orðuveitingunni.