2. tölublað Læknablaðsins 2021

„Ég kem til með að sakna fólksins á bráðamóttökunni,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir sem skiptir um starf og verður framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd. Jón Magnús er í viðtali í 2. tölublaði Læknablaðsins 2021 sem komið er út. Blaðið er þétt af fréttum, fræðigreinum, pistlum og viðtölum sem fyrr.

Læknablaðið fylgdi Læknadögum fast eftir og var á málþingi um ofkælingu og sjósund. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði þar frá sjósundsiðkun sinni en hvatti einnig til aukins forvarnastarfs

„Hér á Íslandi, eins og annars staðar í vestrænum löndum, rennur drjúgur hluti útgjalda heilbrigðiskerfisins til lífsstílstengdra sjúkdóma. Við viljum bæta líf og heilsu fólks, við viljum verja fjármunum í það. En einungis broti af heildarupphæðinni hefur verið varið til forvarna. Hér er ótvírætt að breytingar hefðu þegar á heildina á litið, þegar til kastanna kemur, sparnað í för með sér,“ sagði forsetinn á málþinginu. „Ef við verjum auknu fé til forvarna fáum við það margfalt til baka.“

Önnur umfjöllun tengd Læknadögum:

  • Viðtal við Margréti Ólafíu og Kristínu Sigurðardóttur um streitu hér og hér.

  • Viðtal við Michael Clausen um ofnæmi

Sjáðu fræðigreinar febrúarmánaðar:

  • Þá um tengsl þrálátra líkamlegra einkenna við einkenni þunglyndis og kvíða hjá einstaklingum sem leituðu til heilsugæslu hér
  • Þá um heilkenni skammvinns höfuðverkjar með brottfallseinkennum og eitilfrumuhækkun í mænuvökva hér.
  • Og um eldri heimildir um heyöflun og heysjúkdóma á Íslandi hér.

Sjáðu pistil Más Kristjánssonar um bóluefni við COVID-19 hér. Þar varar hann við vankunnáttu og bendir á að umræða um að um kjarnsýru bóluefni sé að ræða geti breytt erfðaefni viðkomandi séu úr lausu lofti gripnar og hvetur til þekkingaröflunar lækna til að berjast gegn slíkri umræðu. 

Og ekki láta ritstjórnargrein Ástríðar Stefánsdóttur um brjóstaskimanir fara fram hjá þér, hér. Hún segir stórar faraldsfræðilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum benda til þess að skimanir fyrir brjóstakrabbameini með brjóstamyndatökum bæti ekki lífslíkur þeirra kvenna sem taka þátt í þeim.

Sjáðu efnisyfirlitið:

Hér má lesa blaðið í heild.