Stíga tveggja metra dans á Siglufirði - Valþór á Vísi

Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir hjúkrunarfræðingur stigu dans með tveggja metra millibili á heilsugæslunni á Siglufirði. Dansinn rataði á Youtube og þaðan á Vísi þar sem rætt er við hjónin.

„Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum,“ segja þau við Vísi. „En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Anna segir frá því að þau hafi kynnst á dansgólfinu og verið gift 43 ár. 

Sjáðu fréttina á Vísi hér.