Vinnuhópur um rafrænar sjúkraskrár

Stjórn LÍ hefur skipað vinnuhóp um rafrænar sjúkraskrár. Í vinnuhópnum eru fjórir læknar, einn frá hverju aðildarfélaga LÍ, Ragnheiður Baldursdóttir frá Félagi sjúkrahúslækna, Sigurveig Margrét Stefánsdóttir frá Félagi ísl. heimilislækna, Tryggvi Helgason frá Læknafélagi Reykjavíkur og Þórdís Þorkelsdóttir frá Félagi almennra lækna. Hópurinn mun sjálfur skipta með sér verkum.

Verkefni vinnuhópsins er að fylgjast með þróun rafrænna sjúkraskráa á heilbrigðisstofnunum hér á landi, veita stjórnvöldum aðhald vegna mála sem tengjast rafrænum sjúkraskrám og gera tillögur til stjórnar LÍ um stefnumörkun í þessum málaflokki.

LÍ hefur tilkynnt heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis um skipun þessa vinnuhóps og gert athugasemd við að í nýskipuðum starfshópi ráðuneytisins um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu skuli ekki hafa verið leitað eftir tilnefningu frá Læknafélagi Íslands.

Bréf til heilbrigðisráðherra vegna stýrihóps um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu.