Vinna að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu

Læknarnir Kjartan Þórsson og Árni Johnsen vöktu athygli fyrr á árinu þegar þeir opnuðu síðuna niðurtröppun.is. Nú eru þeir meðal annars að vinna að öðru verkefni sem snýst um að greikka samskiptaleiðir á spítalanum. 

Niðurtröppun.is er verkefni sem Kjartan og Árni fóru af stað með í keppninni Nordic Health Hackathon. Þeir bjuggu til niðurtröppunarskema fyrir inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsi sem þurfa á sterkum og ávanabindandi verkjalyfjum að halda eftir útskrift, til dæmis eftir flóknar aðgerðir. Áður en síðan var opnuð tók það allt að 20 mínútur fyrir lækna að gera slíkt skema fyrir hvern og einn sjúkling, en núna tekur það innan við mínútu. Eftir að sjá hvað síðunni gengur vel uppgötvuðu Kjartan og Árni að það er vel hægt að vinna að nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins. „Við getum sagt að það sé eitt af því jákvæða við að vinna í þessu ófullkomna spítalaumhverfi,“ segir Kjartan. „Það eru mörg tækifæri til bóta. Ef maður er hugsandi og tilbúinn að finna lausnir, þá er ótrúlega margt sem er hægt að gera til að bæta heilbrigðiskerfið okkar.“

                                                       Sjá nánar á frettabladid.is