Tveir læknar og einn löggukarl fá athygli - Þríeykið í fjölmiðlum

„Það er algjörlega algjört rugl,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að hann sé að breytast í míní-hagfræðing. Viðtal Læknablaðsins við þríeykið hefur vakið töluverða athygli. Þau ræða þar um aðferðafræðina, vináttuna og fagmennskuna í Covid-19 faraldrinum. Mbl.is vitnaði í viðtalið og var fréttin meðal þeirra mest lesnu.

Á DV er vitnað í Ölmu Möller landlækni. „Haldið þið að ríkisstjórnin ætli að láta tvo lækna og einn löggukarl ákveða framtíð landsins? Auðvitað verða aðrir að gera það og ríkisstjórnin er til þess kjörin. Núna þegar önnur sjónarmið fá meira vægi boðar ríkisstjórnin þessa fundi. Hún er komin meira fram fyrir skjöldu,“ segir Alma.

Sumareintak Læknablaðsins er komið út. Hér má lesa blaðið í heild sinni. Þá er viðtalið í heild sinni í hér.

Hér er fréttin á mbl.is

Hér er fréttin á DV