Þetta reddast ekki!

Þau Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Margrét Ólafía Tómasdóttir, Sólveig Bjarnadóttir, Theódór Skúli Sigurðsson, Ragnar Freyr Ingvarsson, Katrín Ragna Kemp, Teitur Ari Theodórsson og Magdalena Ásgeirsdóttir, stjórnarfólk í LÍ, skrifa grein á visir.is og segja þar m.a.: 

"Í tímaritinu „The Economist“ var nýverið birt grein sem bar fyrirsögnina ,,Why health-care services are in chaos everywhere. Now is an especially bad time to suffer a heart attack“. Þar er fjallað um þann mikla vanda sem steðjar að heilbrigðiskerfum flestra vestrænna landa í kjölfar Covid. Í greininni er víða komið við og sýna tölur glögglega að alls staðar hafa vandamálin aukist, jafnvel í efnuðustu löndum heims eins og Sviss. Í Bretlandi hefur biðtími eftir sjúkrabíl margfaldast, biðlistar eftir aðgerðum hafa víða lengst, álagseinkenni heilbrigðisstarfsfólks flestra landa hafa stóraukist og svo mætti lengi telja.

Á nýliðnum stjórnendafundi norrænna læknafélaga í Stokkhólmi kom skýrt fram að heilbrigðiskerfin sem við höfum byggt upp undanfarna áratugi eru ekki í stakk búin að kljást við verkefnin sem framundan eru - þau standa í raun á brauðfótum. Á hinum Norðurlöndunum hefur undanfarin ár verið unnið markvisst að undirbúningi heilbrigðiskerfisins vegna hratt vaxandi fjölda aldraðra og lækkandi hlutfalls einstaklinga á vinnumarkaði. Höfum við á Íslandi flotið sofandi að feigðarósi?"  

Sjá grein á visir.is