Þetta er óboðlegt ástand

Steinunn Þórðar­dóttir, for­maður Lækna­fé­lags Ís­lands segir það ó­boð­legt að ekki sé samið við lækna á stofum og að þolin­mæðin sé orðin ansi lítil.

Í dag rann reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra um endur­greiðslu vegna þjónustu sér­greina­lækna út án endur­nýjunar sem olli því að sjúk­lingar þurftu að greiða þjónustu fullu verði í morgun. Brugðist hefur verið við þessu og reglu­gerðin fram­lengd til 31. októ­ber. Steinunn segir að þetta sé í þrettánda skipti sem slík reglu­gerð sé sett og að það skapi mikla ó­vissu fyrir lækna og sjúk­linga.

„Þetta varpar ljósi á þann undir­liggjandi vanda sem er samnings­leysi sér­fræði­lækna á stofum við Sjúkra­tryggingar. Það er nú búið að vara í tæp fjögur ár. Það býður upp á svona klúður að vera alltaf með endur­greiðslu­reglu­gerð sem er verið að endur­nýja nokkra mánuði í senn, sem á að vera al­gjört bráða­birgða­úr­ræði, á meðan verið er að semja,“ segir Steinunn sem bendir á að það hafi hvorki gengið né rekið í samninga­við­ræðum.

Sjá viðtal við Steinunni á frettabladid.is